
Aton.JL er samskiptafélag. Skipulögð samskipti eru grundvöllur þess að eiga skýra rödd í flóknum og síbreytilegum heimi. Við mótum með þér samskiptin, finnum bestu leiðirnar til að koma skilaboðum á rétta staði og fylgjum þeim eftir í framkvæmd.
Stefnumótun
Stefnumótun
Mótun stefnu (e. corporate strategy) orðar með skýrum hætti tilgang og markmið fyrirtækis eða stofnunar. Þannig verður til leiðarljós sem hægt er að miða allar ákvarðanir við og hvort aðgerðir eða regluleg starfsemi miði að settu marki.
Mörkun
Allt sem fyrirtæki gera eru hluti af vörumerki þess og móta upplifun viðskiptavina. Með skipulagðri mörkun mótum við ekki bara ásýnd fyrirtækisins heldur tón og talanda á öllum miðlum; alla upplifun viðskiptavina á sem flestum snertiflötum fyriritækisins.
Samskiptaáætlun
Samskiptaáætlun tekur á öllum helstu hagaðilum sem þú þarft að eiga í samskiptum við og mótar hvernig samskipti fara fram. Með góðri samskiptaáætlun, framkvæmd og eftirfylgni sköpum við upplifun þar sem fyrirtækið eða stofnunin talar alltaf út frá sama grunni í fjölmiðlum, í markaðsefni, útgefnu efni og hvar sem er.
Hagaðilagreining
Hagaðilagreining skilgreinir og flokkar öll þau sem þú þarft að eiga í samskiptum við. Út frá henni má skipuleggja samskiptin, hverja þarf að hafa sérstaklega í huga, hvernig móta skal samskiptin að einstökum hagaðilum og hvar er best að þau fari fram.
Fjölmiðlagreining
Fjölmiðlagreining metur umfjöllun í fjölmiðlum, samspil frétta og viðbragða á samfélagsmiðlum. Þannig fáum við skýra mynd af ógnum og tækifærum í samstarfi við systurfélagið dAton sem býður sjálfvirka vöktun, nákvæma greiningu gagna, viðhorfsgreiningar og sérlausnir.
Greiningar
Við greiningar nýtum við reynslu og þekkingu innan Aton.JL til að greina gögn og upplýsingar af hverju tagi. Við drögum fram það sem skiptir máli og metum áhrif á fyrirtækið þitt eða hvernig upplýsingarnar nýtast í þinni vegferð.
Sköpun
Almannatengsl
Góð samskipti í fjölmiðlum og á eigin miðlum eru dýrmætt verkfæri til að koma boðskap á framfæri við almenning og hafa frumkvæði að breytingum. Almannatengsl fara fram á grundvelli samskiptaáætlunar. Þannig miða þau alltaf að réttu marki út frá skýrum forsendum og auðvelda okkur að halda stjórn á hlutunum.
Auglýsingar
Auglýsingar sem byggja á góðri mörkun, stefnu og samskiptaáætlun segja sögu sem kemur viðskiptavininum við og hittir hann fyrir bæði á réttum stað og tíma. Þannig fæðast skapandi hugmyndir sem breyta lífum fólks og skila raunverulegum árangri.
Hönnun
Góð hönnun, í auglýsingum, í umhverfismerkingum, í kynningum, skýrslum og hvar sem vörumerkið þitt birtist er mikilvæg leið til samskipta. Góð hönnun og vinnubrögð hjálpa til við að fyrirtæki og stifnanir birtist alltaf eins og með réttum hætti. Þannig styður hönnunin við stefnu fyrirtækisins og byggir traust og auðþekkjanleika.
Bein samskipti
Bein samskipti eru stundum besta leiðin til að hreyfa við hlutunum og upplýsa fólk milliliðalaust. Mikil þekking innan Aton.JL á stjórnmálum, opinberri stjórnsýslu og atvinnulífinu getur orðið mikilvægur þáttur í að koma þínum skilaboðum á framfæri á réttan hátt við réttan aðila.
Kvikmyndagerð
Sumt er ekki hægt að segja með orðunum einum saman. Kvikar myndir – stuttar, langar, leiknar, teiknaðar, í sjónvarpi, kvikmyndahúsi eða á samfélagsmiðlum – hafa aldrei verið mikilvægari miðill. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að hafa fólk með þekkingu og reynslu af kvikmyndagerð allt frá upphafi.
Skrif og hugmyndasmíðar
Stundum er besta leiðin til að miðla hugmynd blaðagrein, hlaðvarpsþáttur eða ræða. Hnitmiðað og skýrt ritað efni sem unnið er með skilgreint markmið í huga og þekkingu á viðfangsefninu getur skapað umræðu, sannfært fólk um að taka rétta ákvörðun og byggt upp gott orðsspor.
Innleiðing
Stjórnendaráðgjöf
Vel undirbúin svör, viðbrögð og lykilpunktar ásamt þjálfun í framkomu geta skipt sköpum þegar kemur að því að takast á við flókin mál. Þar getur sértæk ráðgjöf komið að miklu gagni en við veitum einnig ráðgjöf til samninganefnda og í samningatækni.
Fjölmiðlasamskipti
Regluleg samskipti við fjölmiðla eru betri þegar þeim er fylgt eftir með skýrum og skipulegum hætti. Fjölmiðlalandslagið breytist stöðugt og því getur skipt lykilmáli að þekkja réttar boðleiðir þegar kemur að því að eiga í beinum samskiptum við fjölmiðla.
Innri samskipti
Það skiptir máli að starfsfólk sé upplýst um starfsemi og stefnu fyrirtækisins og að stjórnendur séu í góðum tengslum við líðan og skoðanir starfsfólks. Þannig upplifa allir sig hluta af heildinni og verða samherjar í að framfylgja sýn. Fyrirtæki og stofanir sem eiga góð innri samskipti eru eftirsóknarverðari vinnustaðir í harðri samkeppni um gott fólk.
Framkomuþjálfun
Vel undirbúin framkoma í fjölmiðlum eða opinberlega skapar tækifæri og hjálpar okkur að forðast ógnir. Framkomuþjálfun með reyndum ráðgjöfum undirbýr þig fyrir framkomu í fjölmiðlum, viðburði og fundi svo ekkert komi á óvart eða verði eftir í hita leiksins.
Krísustjórnun
Góð krísustjórnun hefst þegar allt gengur í haginn. Það er mikilvægt að hafa skýra stefnu um það hvernig skal bregðast við þegar krísur eiga sér stað. Við aðstoðum samt líka, hratt og örugglega, þegar eitthvað algjörlega ófyrirséð bankar upp á.
Fjárfestatengsl
Góð tengsl við fjárfesta, viðskiptafjölmiðla og markaðinn skipta lykilmáli þegar fyrirtæki á markaði byggja upp tengsl og orðspor. Fjárfestar og eigendur geta líka verið þínir helstu talsmenn þegar samskiptin milli fyrirtækis og markaðar eru góð og opin.
Vöktun
Vöktun fjölmiðlaumfjöllunar fer fram bæði með hugbúnaði og hefðbundinni greiningu. Þannig öðlumst við skýra yfirsýn yfir umfang umfjöllunar, leggjum mat á innihald hennar sem og viðbrögð almennings. Slík innsýn er ómetanleg til að festa reiður á umræðunni um leið og hún fer fram.
Birtingaráðgjöf
Birtingaþjónusta fyrir fjölmiðla, samfélagsmiðla, auglýsingar í almenningsrýmum og hvar sem þú vilt koma skilaboðum á framfæri er sniðin að samskiptastefnunni þinni og því hvar þinn markhóp er að finna.
Stafræn miðlun
Vefþróun, rafrænar ársskýrslur, stafræn framsetning gagna eru dýrmætar birtingarmyndir þess sem þú hefur að segja. Aton.JL sinnir vefforritun og ýmiss konar stafrænni þróun, á eigin vegum eða í samstarfi við aðra sérfræðinga og gætir þess að vörumerki, tónn og samkiptastefna skili sér alla leið.